Hrikalega einmann, en líður vel!!!!
Hæ,
Ég skal ekkert vera að skafa utan af því, en í dag hef ég verið alveg ferlega einmanna í dag. Ég rölti í gegnum miðbæinn í gær og svona áttaði mig á því að Valentínusardagurinn væri "í gangi". Ég er nú ekki mikill aðdáandi svona "taylor made" daga til að minna fólk á hvað það hefur. En jú sumir þurfa á þessu að halda og þá er kannski ágætt að verslunareigendur "promoti" þennan dag ef amk eitt par nær að endurvekja/viðhalda loganum í sambandinu. En mitt í þessum kapítalíska/rómatíska hrærigraut, sem ég virkilega reynda bægja frá báðum heilahvelum, þá fann ég hvað ég var ægilega einn. Samt leið mér og líður mér vel. Ég er ekki að örvænta í eina sekúndu. Kannski er þetta innri ró sem ég er að finna eða Gin flaskan loksins að virka. Mér líður vel og ég veit að minn tími mun koma. Vona bara að móðir náttúra, ónáttúra eða hverjir, hver eða hvað það er sem stjórnar þessari veröld, sé skjótari til verka en í máli Jóhönnu Sigurðardóttur.
Við Sólrún erum búin að versla tölvu handa krúsídúllunum okkar. Tölvan verður heima hjá Sólrúnu og ég hlakka til að mæta með gripinn á svæðið. Ég fékk tölvuna, Dell vél, hjá vini eins í bekknum mínum. Hún er notuð, en lítur vel út. Svo fengum við skerm í Bilka á næstum hálfvirði þannig að við teljum okkur hafa gert alveg ágætiskaup.
Ég svona "vaknaði" við það að mér fannst börnin mín tvö vera kannski eilítið að dragast aftur úr í "tölvulæsi" og þegar mér bauðst þessi vél þá bara sló ég til.
Jamm, hef það fínt. Er búinn að slátra einni Pizzu hérna og sit með glas af rauðu, Rémole, vín frá Toscana héraðinu, sem á víst að vera eitt fallegasta hérað í/á Ítalíu. Þetta bragðast nú ekki eins og remú(ó)laði eins og ég bjóst við en kom ánægjulega á óvart.
Jamm (spurning til lesenda: Hversu mörg "jamm" eru í þessu bloggi?) best að hætta í bili. Ætla að hella mér í sjónvarpsdagskrána og finna eitthvað að viti eða óviti.
kveðja,
Arnar Thor
Ég skal ekkert vera að skafa utan af því, en í dag hef ég verið alveg ferlega einmanna í dag. Ég rölti í gegnum miðbæinn í gær og svona áttaði mig á því að Valentínusardagurinn væri "í gangi". Ég er nú ekki mikill aðdáandi svona "taylor made" daga til að minna fólk á hvað það hefur. En jú sumir þurfa á þessu að halda og þá er kannski ágætt að verslunareigendur "promoti" þennan dag ef amk eitt par nær að endurvekja/viðhalda loganum í sambandinu. En mitt í þessum kapítalíska/rómatíska hrærigraut, sem ég virkilega reynda bægja frá báðum heilahvelum, þá fann ég hvað ég var ægilega einn. Samt leið mér og líður mér vel. Ég er ekki að örvænta í eina sekúndu. Kannski er þetta innri ró sem ég er að finna eða Gin flaskan loksins að virka. Mér líður vel og ég veit að minn tími mun koma. Vona bara að móðir náttúra, ónáttúra eða hverjir, hver eða hvað það er sem stjórnar þessari veröld, sé skjótari til verka en í máli Jóhönnu Sigurðardóttur.
Við Sólrún erum búin að versla tölvu handa krúsídúllunum okkar. Tölvan verður heima hjá Sólrúnu og ég hlakka til að mæta með gripinn á svæðið. Ég fékk tölvuna, Dell vél, hjá vini eins í bekknum mínum. Hún er notuð, en lítur vel út. Svo fengum við skerm í Bilka á næstum hálfvirði þannig að við teljum okkur hafa gert alveg ágætiskaup.
Ég svona "vaknaði" við það að mér fannst börnin mín tvö vera kannski eilítið að dragast aftur úr í "tölvulæsi" og þegar mér bauðst þessi vél þá bara sló ég til.
Jamm, hef það fínt. Er búinn að slátra einni Pizzu hérna og sit með glas af rauðu, Rémole, vín frá Toscana héraðinu, sem á víst að vera eitt fallegasta hérað í/á Ítalíu. Þetta bragðast nú ekki eins og remú(ó)laði eins og ég bjóst við en kom ánægjulega á óvart.
Jamm (spurning til lesenda: Hversu mörg "jamm" eru í þessu bloggi?) best að hætta í bili. Ætla að hella mér í sjónvarpsdagskrána og finna eitthvað að viti eða óviti.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Flísteppastrákurinn.
P.s. Hvernig líst þér á að fá heimsókn þarnæstu helgi??